Holrúmið segir okkur að þessi risastóri jökull, einn af þeim stærstu í heiminum, bráðnar mun hraðar en talið var. Þetta kemur fram á heimasíðu NASA. Þessi uppgötvun hefur mikla þýðingu fyrir skilning okkar á hnattrænni hlýnun og segir okkur að líftími jökulsins er styttri en við töldum og að heimshöfin verða fyrir hraðari áhrifum af bráðnun hans en talið var.
Vísindamenn hjá NASA telja að ef Thwaitesjökullinn bráðnar muni það hækka yfirborð sjávar um 65 sm. Ef allir jöklar jarðarinnar bráðna mun yfirborð sjávar hækka um 2,4 metra til viðbótar að mati vísindamanna hjá NASA.