Bókin, Den kungliga kleptokratin, er eftir hagfræðinginn Thomas Lyrevik sem var áður háttsettur embættismaður í sænska fjármálaráðuneytinu. Lyrevik heldur því fram að Carl Gustaf sé miklu ríkari en hann vill vera láta og segir sænskum skattayfirvöldum.
Expressen skýrir frá þessu.
Heiti bókarinnar er engin tilviljun því orðið „kleptokratin“ þýðir stjórnarform þar sem svik og spilling ráða ríkjum. Lyrevik segir að konungurinn reyni að leyna eigum sínum til að þurfa ekki að greiða eins mikið í skatt.
Þegar Business Insider birti samantekt yfir tíu ríkustu konungbornu einstaklingana í Evrópu á síðasta ári var Carl Gustaf í sjötta sæti og voru eignir hans metnar á 625 milljónir sænskra króna.
Expressen segir að tölur Business Insider séu öllu hærri en það sem Carl Gustaf taldi fram 2006 en þá sagði hann eigur sína vera 290 milljónir sænskra króna.
Lyrevik telur að eignir Carl Gustaf séu næstum því 30 sinnum meira virði en hann gaf sjálfur upp 2006. Hann segir að bara skartgripir konungsfjölskyldunnar séu margra milljarða virði. Þá eru ótalin húsgögn, listaverk, bílar, bækur og ljósakrónur sem eru einnig margra milljarða virði að sögn Lyrevik.