fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Gríðarleg auðæfi Svíakonungs – „Hann er miklu ríkari en hann segir sjálfur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 18:00

Carl Gustaf Svíakonungur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæsilegir skartgripir, dýrmæt listaverk, húsgögn eftir fræga hönnuði, sjaldgæfir fornmunir og ótal fasteignir. Carl Gustaf Svíakonung skortir greinilega ekki neitt og samkvæmt því sem kemur fram í nýrri bók er hann miklu ríkari en hann vill sjálfur vera láta. Eigur hans nema mörgum milljörðum sænskra króna eftir því sem segir í bókinni.

Bókin, Den kungliga kleptokratin, er eftir hagfræðinginn Thomas Lyrevik sem var áður háttsettur embættismaður í sænska fjármálaráðuneytinu. Lyrevik heldur því fram að Carl Gustaf sé miklu ríkari en hann vill vera láta og segir sænskum skattayfirvöldum.

Expressen skýrir frá þessu.

Heiti bókarinnar er engin tilviljun því orðið „kleptokratin“ þýðir stjórnarform þar sem svik og spilling ráða ríkjum. Lyrevik segir að konungurinn reyni að leyna eigum sínum til að þurfa ekki að greiða eins mikið í skatt.

Þegar Business Insider birti samantekt yfir tíu ríkustu konungbornu einstaklingana í Evrópu á síðasta ári var Carl Gustaf í sjötta sæti og voru eignir hans metnar á 625 milljónir sænskra króna.

Expressen segir að tölur Business Insider séu öllu hærri en það sem Carl Gustaf taldi fram 2006 en þá sagði hann eigur sína vera 290 milljónir sænskra króna.

Lyrevik telur að eignir Carl Gustaf séu næstum því 30 sinnum meira virði en hann gaf sjálfur upp 2006. Hann segir að bara skartgripir konungsfjölskyldunnar séu margra milljarða virði. Þá eru ótalin húsgögn, listaverk, bílar, bækur og ljósakrónur sem eru einnig margra milljarða virði að sögn Lyrevik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga