fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

„Stóra Bertha“ fannst á tunglinu – Hugsanlega elsti steinn jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 22:00

Stóra Bertha. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar geimfararnir í Apollo 14 sneru aftur til jarðarinnar eftir lendingu á tunglinu árið 1971 tóku þeir stóran stein, sem hefur verið nefndur „Big Bertha“ (Stóra Bertha) með sér heim. Steinninn vegur níu kíló og er á stærð við körfubolta. Hann er að mestu dökkur en smá hluti hans er ljóslitur og minnir á granít. Þessi hluti vegur aðeins tvö grömm og hafa vísindamenn nýverið rannsakað hann sérstaklega.

Niðurstöður þeirra, sem hafa verið birtar í Earth and Planetary Science Letters, sýna að steinninn er hugsanlega fjögurra milljarða ára gamall og að miklar líkur séu á að hann hafi orðið til á jörðinni.

Stóra Bertha rannsökuð. Mynd:NASA

Í steininum fannst steinefnið sirkon en það er hart og sterkbyggt steinefni sem inniheldur ummerki eftir ævaforn jarðfræðileg ferli. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að sirkonið í steininum hafi myndast við aðstæður sem ekki passa við þær sem eru á tunglinu. Sirikon myndast í miklu kaldari og súrefnisríkari bergkviku en er á tunglinu.

Ef þetta steinbrot myndaðist á tunglinu hefur það gerst á 170 km dýpi vegna þess þrýstings sem það hefur orðið fyrir. Það er því niðurstaða vísindamannanna að steinbrotið hafi myndast á jörðinni og þá á aðeins 20 km dýpi.

Alan B. Shepard Jr stillir mælitæki á tunglinu 1971. Mynd:NASA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga