fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Sérfræðingur setur ógnvekjandi staðhæfingu fram

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 21:00

Sarmat eldflaugar. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa komið sér upp ofurvopni sem getur gjöreytt Bandaríkjunum. Þetta segir rússneskur hernaðarsérfræðingur og Bandaríkjamenn eru sagðir áhyggjufullir vegna þessa. Ofurvopnið heitir Sarmat og er nýjasta, stærsta, öflugasta og þróaðasta kjarnorkuvopn heims.

Eftir því sem hernaðarsérfræðingurinn Aleksej Leonkov segir þá getur ein Sarmat kjarnorkueldflaug tortímt 34 til 38 milljónum manna. Í vikublaðinu Zvezda talar hann sjálfur um Bandaríkjamenn og má velta því fyrir sér hvort hér sé um aðvörun að ræða til Bandaríkjamanna. Eftir því sem hann segir þarf aðeins 10 Sarmat eldflaugar til að tortíma Bandaríkjunum.

En ekki nóg með það segir hann því ef Pútín ýtir fyrstur á hinn fræga og skelfilega „rauða hnapp“ þá eru Bandaríkjamenn varnarlausir. Hann segir að óvinir Rússlands verði að átta sig á að ekkert geti stöðvað Sarmat. Hann segir einnig að Bandaríkin geti ekki sigrað kjarnorkustríð við Rússa í kjölfar tilkomu Sarmat.

Þetta nýja ofurvopn Rússa hefur vakið áhyggjur í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Vopnið er miklu nákvæmara en forverar þess og flýgur á margföldum hljóðhraða en Pútín hefur stært sig af að það fljúgi á 20 földum hljóðhraða og að eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna geti ekki stöðvað Sarmat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur