Það voru vísindamenn, undir forystu vísindamanna við Newcastle University, sem gerðu rannsóknir á eyjunum og fundu þar gen sem gera bakteríur fjölónæmar, sem sagt ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þessi gen fundust í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum á Indlandi en hafa nú borist til Svalbarða. Þessi gen, eða erfðavísar, fundust í jarðvegi við Kongsfjorden. Í honum var töluvert af þessum genum. Eitt þessara gena, sem heitir NDM-1, framleiðir ensím sem gerir bakteríur ónæmar fyrir fjölda sýklalyfja.
Í 40 jarðvegssýnum fundu vísindamennirnir 131 gen, sem gera bakteríur fjölónæmar, en sýnin voru tekin á átta mismunandi stöðum. NDM-1 var í 60 prósentum prufanna.
Það ætti kannski að koma á óvart að fjölónæmar bakteríur finnist á óbyggðum svæði eins og þarna en það gerir það samt sem áður ekki. Rannsóknir hafa sýnt að fjölónæmar bakteríur er að finna í fuglaskít. Af þessum sökum telja vísindamennirnir hugsanlegt að genin hafi borist til Svalbarða með farfuglum en einnig koma önnur dýr og menn til greina sem flutningsaðilar þeirra.
Gen sem þessi er eitthvað sem við getum ekki einangrað því þau berast víða. NDM-1 fannst í fyrsta sinn í indverskum sjúklingi árið 2008. 2010 fannst genið í yfirborðsvatni í Nýju-Delí. NDM er einmitt skammstöfun á New Delhi metallo-beta-latamase. Danska ríkisútvarpið segir að þetta sama ár hafi NDM-1 fundist í bakteríu, Klebsiella pneumoniae, sem fannst í dönskum sjúklingi með blóðeitrun. Hann fékk bakteríuna á Balkanskaga.
NDM-1 er ekki hættuleg í sjálfu sér. Ef genið er í bakteríu sem ekki veldur sýkingu er engin hætta á ferðum fyrir fólk.