fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Sex hafa látist af völdum kuldakastsins í Bandaríkjunum – Allt að 70 stiga frost

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 05:59

Snjómokstursmenn að störfum. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sex manns manns hafa látist í vikunni í því mikla kuldakasti sem nú gengur yfir Bandaríkin. Mesti kuldinn er í Minnesota og segja veðurfræðingar að þegar vindkæling hefur verið reiknuð með þá megi reikna með að í dag jafngildi frostið 70 stigum.

82 ára karlmaður fannst látinn við heimili sitt i Illinois, hann króknaði úr kulda. Annar maður lést í ríkinu þegar hann varð fyrir snjóplógi við enda innkeyrslu. Í Wisconsin fannst maður frosinn til bana í bílskúr nærri heimili sínu, hann hafði verið að moka snjó. Í Indiana lést maður í innkeyrslunni heima hjá sér, talið er að hann hafi dottið og ekki getað reist sig upp. Önnur dauðsföll má rekja til umferðarslysa.

Sterkur vindur og gríðarlegt frost liggur nú yfir stærstum hluta austurhluta Bandaríkjanna. Frostið fór niður í 30 stig í Chicago í gær og niður í 37 stig í Norður-Dakóta. Til samanburðar má nefna að á Norðurpólnum var frostið í gær 42 stig.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir nokkrum ríkjum, þar á meðal Wisconsin, Michigan og Illinois. Bandaríska veðurþjónustan segir að í þessum mikla kulda og með vindkælingunni geti fólk orðið fyrir alvarlegu líkamstjóni, kali, á nokkrum mínútum

Í tíu ríkjum hefur póstburði verið hætt á meðan þetta ástand varir og í Chicago hefur mörg þúsund flug- og lestarferðum verið aflýst. Þá hefur orðið að hætta dreifingu á bjór til verslana og veitingahúsa í nokkrum ríkjum því kuldinn er svo mikill að bjórinn frýs í flutningabílunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann