Vonin um að finna Casey á lífi dvínaði með hverri mínútunni en á fimmtudaginn barst ábending. Kona sem var að viðra hundinn sinn taldi sig hafa heyrt barnsgrát inni í skógi. Leitarmenn voru strax sendir á staðinn og skammt frá vegi fannst Casey inni í þyrnirunna. Hann var fluttur beint á sjúkrahús. Úrhellisrigning var og allar aðstæður mjög slæmar. ABC11 segir að jafnvel fagmenn hefðu átt erfitt með að glíma við þessar aðstæður.
Casey var máttfarinn, kaldur og með skrámur en annars í ágætu ásigkomulagi. Lögreglan hefur enga skýringu á hvernig honum tókst að komast af við þessar erfiðu aðstæður. WCTI hefur eftir lögreglustjóranum á svæðinu að Casey hafi ekki komið með neinar skýringar á hvernig honum tókst að þrauka nema hvað hann hafi sagt að hann eigi vin í skóginum, björn, sem hafi verið með honum. Frænka Casey, Breanna Hathaway, skrifaði á Facebook að Casey segi að björn hafi verið með honum í tvo daga.
Margir efast um frásögn Casey af birninum en bloggarinn Tales of an Educated Debutante minnir í skrifum sínum á að áður hafi mál sem þessi komið upp þar sem börn, sem hafa villst í skóginum, hafi sagt að björn hafi eytt tíma með þeim.
„Ég er meðal þeirra sem trúi á birni.“
Segir bloggarinn.