fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þetta hefur Elísabet II Bretadrottning aldrei gert

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II Bretadrottning hefur lifað löngu og áhugaverðu lífi og margt hefur drifið á daga hennar. Eflaust öfunda sumir hana af lífshlaupi hennar en aðrir sjá ekkert spennandi við það og það þótt hún lifi í lúxus. En það fylgja því ýmsar kvaðir að vera drottning og það er ýmislegt sem drottningin hefur aldrei gert, hluti sem venjulegt fólk gerir, þrátt fyrir að hafa heimsótt flest heimshorn, borðað fínasta mat sem völ er á og hitt ótrúlegan fjölda fólks.

Elísabet gekk til dæmis ekki í skóla. Í dag fara afkomendur Elísabetar í skóla en auðvitað einkaskóla, almenningsskólar þykja kannski ekki alveg nógu fínir fyrir fólk af konungsættum. En Elísabet gekk sjálf ekki í skóla. Hún og systir hennar, Margrét prinsessa, fengu kennslu heima við og dugði ekkert minna en bestu kennarar sem hægt var að fá. Þær lærðu mikið um stjórnarfar og sögu þess sem og lög enda var verið að undirbúa þær undir hlutverk þeirra innan konungsfjölskyldunnar. Systurnar nutu góðrar menntunar en þær upplifðu aldrei að sitja í skólastofu með öðrum börnum og læra og hvað þá eignast vini fyrir lífstíð.

Elísabet hefur aldrei tekið bílpróf en hún lærði að aka í síðari heimsstyrjöldinni en tók aldrei próf. Hún ekur nú samt sem áður reglulega. Ástæðan fyrir þessu er að ökuskírteini, eins og vegabréf, eru gefin út í nafni drottningarinnar og það þýðir að hún þarf ekki slíkt skírteini, hún er jú drottningin.

Elísabet hefur heldur aldrei kosið í kosningum. Henni er það heimilt en það er ekki talið samræmast góðu stjórnarfari að drottningin kjósi þar sem hún þarf að vera hlutlaus hvað varðar öll pólitísk málefni. Eflaust hefur hún sínar skoðanir á því sem gerist í stjórnmálum en hún lætur ekkert uppi um það og heldur algjöru hlutleysi í öllu er varðar stjórnmál.

Elísabet hefur aldrei unnið hefðbundna 9-5 vinnu en það þýðir samt ekki að hún sitji auðum höndum. Dagskrá hennar er þéttskipuð enda margar skyldur sem hún þarf að sinna.

Elísabet hefur aldrei verið með aðgang að samfélagsmiðlum. Hún metur einkalíf sitt og fjölskyldu sinnar mikils og því hefur hún, eins og margir aðrir úr konungsfjölskyldunni, aldrei verið með aðgang að samfélagsmiðlum. Talið er að sumir yngri meðlimir konungsfjölskyldunnar noti samfélagsmiðla til að vera í sambandi sín á milli en það verður að teljast mjög ólíklegt, eiginlega bara útilokað að Elísabet sé með þannig leynireikning. Hún hefur þó einu sinni tíst á Twitter en það gerði hún í tengslum við heimsókn sína í Vísindasafnið í Lundúnum í október 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn