Helen fór inn á klósett og settist á klósettið til að sinna þörfum sínum. Hún hafði ekki haft fyrir því að kveikja ljósið. Þegar hún var nýsest fann hún eitthvað sem hún líkir við „beitt bit“ á afturendanum.
„Ég hoppaði upp með buxurnar á hælunum. Þegar ég sneri mér við sá eitthvað sem líktist skjaldböku með langan háls síga niður í klósettið.“
Sagði hún í samtali við Courrier Mail.
En þetta var ekki skjaldbaka heldur 1,6 metra löng kyrkislanga að sögn slönguveiðimanna sem voru kallaðir á vettvang. Þeir skýrðu frá málinu á Facebooksíðu sinni og birtu meðfylgjandi myndir. Þeir segja að Richards hafi brugðist hárrétt við með því að sturta ekki niður því það geti orðið til þess að slöngurnar hverfi niður í rörakerfin.
Þeir hafa eftir Richard að þessi lífsreynsla muni breyta klósettvenjum hennar að eilífu. Framvegis muni hún alltaf kveikja ljósið og kíkja ofan í klósettið áður en hún sest. Hún varð ekki fyrir alvarlegum meiðslum en það nægði að setja sótthreinsandi efni á það. Þessi slöngutegund er ekki eitruð en slöngur af þessari tegund geta orðið allt að fjögurra metra langar.
BBC hefur eftir Jasmine Zeleny, slönguveiðikonu, að það sé ekki óalgengt að slöngur leiti í svalt vatnið í klósettum þegar heitt er í veðri en mjög heitt hefur verið í Ástralíu undanfarið.