fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Pressan

Fjórir lögreglumenn skotnir í Texas

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 05:59

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir lögreglumenn voru skotnir í Texas í nótt að íslenskum tíma. Lögreglan í Houston, stærstu borg ríkisins, skýrði frá þessu á Twitter. Fram kemur að til skotbardaga hafi komið er fíkniefnalögreglumenn voru að bregðast við tilkynningu um meinta heróínsölu. Skotið var á þá þegar þeir reyndu að komast inn í húsið en dómari hafði gefið út húsleitarheimild.

Tveir lögreglumenn eru í lífshættu en ástand tveggja er stöðugt. Annar hinna lífshættulega særðu var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Báðir hinir lífshættulega særðu lögreglumenn eru nú á skurðarborðinu en þeir voru báðir skotnir í hnakkann.

Skotbardaginn átti sér stað í húsi í austurhluta Houston. Lögreglumenn hafa unnið að því í nótt að kanna hvort byssumaðurinn hafi átt sér samverkamenn og hvort þeir leynist í húsinu.

Á fréttamannafundi lögreglunnar nú undir morgun að íslenskum tíma kom fram að lögreglan hafi ekki enn farið inn í umrædda íbúð en hafi sent vélmenni inn til að kanna aðstæður því ekki sé ljóst hvort fleiri vopnaðir menn séu þar inni. Myndir frá vélmenninu sýna að tveir menn eru látnir í íbúðinni og er ekki annað að sjá en þeir hafi fallið fyrir skotum lögreglumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Týndu“ líkum tvíbura

„Týndu“ líkum tvíbura
Pressan
Fyrir 2 dögum

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli