fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

30 árum eftir morðið kom sannleikurinn loksins í ljós

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. janúar 1989 kom Huwe Burton, sem var þá 16 ára, heim til sín í Bronx í New York. Í íbúðinni fann hann móður sína látna. Hún lá á grúfu í rúminu og hafði verið stungin tvisvar sinnum í hálsinn. Náttkjóllinn hafði verið dreginn upp að mitti hennar og um hægri úlnlið hennar var búið að vefja bláa símasnúru.

Tveimur dögum síðar, eftir að hafa eytt mörgum klukkustundum í yfirheyrsluherbergi, gafst Huwe Burton upp undan miklum þrýstingi lögreglumanna, sem höfðu ekki leyft honum að sofa, og sagði þá hafa rétt fyrir sér um að hann hefði myrt móður sína eftir að hafa rifist við hana. Hann sagðist hafa verið undir áhrifum krakks. Hann var samstundis ákærður fyrir morðið.

Burton dró játningu sína strax til baka og sönnunargögn frá morðvettvanginum pössuðu ekki við það sem hann sagði um morðið. En samt sem áður trúði kviðdómurinn að hann hefði myrt móður sína og hann var fundinn sekur um morðið. Næstu 19 árum eyddi hann í fangelsi að sögn New York Times. Hann var látinn laus til reynslu 2009.

Huwe Burton. Mynd:Innocence Project

Allar götur síðan hann var sakfelldur hefur hann reynt að fá dómnum hnekkt og hreinsa mannorð sitt. Fyrir tveimur árum tóku Innocence Projeckt, sem berst fyrir að saklaust fólk, sem hefur hlotið dóm, fái nafn sitt hreinsað, og saksóknari í Bronx mál hans upp.

Á fimmtudaginn var síðan kveðinn upp dómur í málinu og var Huwe Burton sýknaður. Í dómsorði segir dómarinn að Burton hafi verið beittur þrýstingi af lögreglunni til að játa ranglega á sig sök. Auk þess voru lögð fram gögn fyrir dómi sem bendla allt annan mann við morðið.

New York Times hefur eftir Burton að þetta hafi verið löng barátta og hann sé þakklátur fyrir að nú sé niðurstaða fengin.

„Ég stend hérna á vegum 16 ára pilts sem hafði engan til að vernda sig og þeir fullorðnu gerðu ekkert til að vernda hann.“

Sagði hann í dómssal að sögn New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm