Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um hættuna sem hátterni sem þetta veldur, bæði í umferðinni og fyrir sjúklinginn í sjúkrabílnum. Á endanum gáfust sjúkraflutningsmennirnir upp á þessu og tilkynntu um málið til lögreglunnar.
Í frétt Expressen segir að lögreglan hafi fljótlega komið auga á bílinn og var akstur ökumannsins stöðvaður og hann handtekinn. Í ljós kom að hann var ekki með ökuréttindi. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins til að hægt verði að taka afstöðu til hvort maðurinn verði ákærður. Lögreglan segir að maðurinn hafi verið „vandræðalega edrú“ þegar hann var handtekinn.
„Svona atburðir er mjög sjaldgæfir. Ég hef aldrei áður heyrt um svona sem er gert af ásetningi og illmennsku. Næst á ökumaðurinn það á hættu að það sé ættingi hans sem liggur í sjúkrabílnum.“
Sagði talsmaður lögreglunnar í Bergslagen í samtali við Expressen.