fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Mannránið í Noregi – Fundu hluti í vatninu við heimili Hagen-hjónanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. janúar 2019 08:01

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatilkynningu frá norsku lögreglunni nú í morgun kemur fram að kafarar hafi nú lokið störfum í Langvannet sem hús Anne-Elisabeth og Tom Hagen stendur við. Anne-Elisabeth var rænt af heimilinu þann 31. október síðastliðinn og hefur ekkert til hennar spurst síðan en lausnargjalds upp á 9 milljónir evra hefur verið krafist fyrir lausn hennar. Í fréttatilkynningunni segir að ákveðnir hlutir hafi fundist við leit í vatninu.

Lögreglan segir að nú verði að rannsaka þessa hluti til að skera úr um hvort þeir tengjast hvarfi Anne-Eliasbeth. Lögreglan segir að vegna rannsóknarhagsmuna geti hún ekki komið með nákvæmar upplýsingar um ýmislegt er varðar rannsóknina.

Nú hafa lögreglunni borist tæplega 1.400 ábendingar vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu