Um 100.000 manns búa í þessu litla konungsríki sem nær yfir 177 eyjar en 36 þeirra eru byggðar. Eyjarnar heyrðu áður undir bresku krúnuna en fengu sjálfstæði 1970 og eru eina konungsríkið í Kyrrahafi.
Talið er að skipsankeri hafi slitið sæstrenginn og í kjölfarið hafa eyjaskeggjar þurft að lifa án internetsins að mestu. Auk þess er erfitt að hringja til útlanda, millifæra peninga á milli landa, kaupa flugmiða og auðvitað að nota Facebook.
Á mánudaginn var gervihnattaloftnet sett upp í höfuðborginni Nuku‘alofa. Með því er hægt að ná takmörkuð og hægu sambandi við internetið. Mörg hundruð manns söfnuðust saman nærri loftnetinu til að komast á netið.
Viðgerðarskip er nú að tygja sig til brottfarar frá Samóa en það geta liðið allt að tvær vikur þar til búið verður að gera við sæstrenginn.