Bókin var tekin saman af Heinz Kloss árið 1944. Hann var vísindamaður og nasisti sem bjó í Bandaríkjunum frá 1936 til 1937. Í bókinni er fjallað um gyðinga í Bandaríkjunum og Kanada og hvernig eigi að beita „The Final Solution“ í tengslum við þá en The Final Solution var leyniorð nasista yfir þjóðarmorðin á gyðingum.
Talið er líklegt að Kloss hafi notið aðstoðar stuðningsmanna nasista í Bandaríkjunum þegar hann tók bókina saman.
BBC segir að talið sé að Hitler hafi átt á bilinu 6.000 til 16.000 bækur.
Forsvarsmenn kanadíska þjóðskjalasafnsins telja að bókin hafi komið til Bandaríkjanna með hermanni sem tók þátt í árásinni á fjallasetur Hitlers 1945. Hann hafi tekið hana úr bókasafni hans. Talið er að bókin hafi síðar komist í eigu kaupsýslumanns, sem stundaði viðskipti með muni tengda gyðingum, en hann fékk hana að sögn frá eftirlifanda Helfararinnar.
Nasistar myrtu um 6 milljónir gyðinga í Helförinni. Í umræddri bók eru nákvæmar upplýsingar um fjölda gyðinga í stórum borgum á borð við New York og Montreal sem og í litlum samfélögum.