Sýkingin sem hún fékk nefnist Guillain-Barré heilkennið en það getur verið banvænt. Hún komst í tæri við köttinn á hótelinu sem hún gisti á í Albufeira. Á síðasta deginum í Portúgal byrjaði hún að kasta viðstöðulaust upp. Það leið yfir hana í flugvélinni á leiðinni heim og var hún flutt á sjúkrahús í skyndingu eftir því sem segir í umfjöllun Mirror.
Rannsóknir leiddu í ljós að hún var með kamfýlóbakter en það er baktería sem er stundum í kjúklingum. Gemma var útskrifuð af sjúkrahúsinu eftir viku en faðir hennar fór aftur með hana þangað í skyndingu um miðja nótt eftir að hún missti tilfinningu í fótunum. Hún var þá greind með Guillain-Barré heilkennið en það veldur því að ónæmiskerfi líkamans ræðst á taugakerfið.
Næstu fjórum mánuðum eyddi Gemma í endurhæfingu til að geta gengið á nýjan leik. Hún náði sér ekki að fullu fyrr en eftir 14 mánuði.
„Ég varð að treysta á hjúkrunarfræðinga til að komast á klósettið og baða mig. Ég hafði enga stjórn á hægðum né þvagi og gat ekki notað handleggina því þeir voru svo veikburða.“
Hún segist vera hrædd við villiketti eftir þetta en láti þetta ekki aftra sér frá að klappa gæludýrum í framtíðinni.