fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Innanríkisráðherra Austurríkis vill afnema mannréttindi hælisleitenda

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 17:30

Flóttamenn sofa á gólfi lestarstöðvar. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herbert Kickl, innanríkisráðherra Austurríkis, telur að tími sé til kominn að landið segi skilið við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir hann nauðsynlegt svo hægt sé að koma hælisleitendum, sem hafa gerst sekir um afbrot, hraðar úr landi en mannréttindi standa í vegi fyrir að hægt sé að afgreiða slík mál hratt að hans mati.

Kickl er í Frelsisflokknum sem er vægast sagt efins um ágæti þess að útlendingar setjist að í Austurríki og þar af leiðandi ekki sérstaklega jákvæður í garð flóttamanna. Hann vill að hægt verði að vísa hælisleitendum, sem hafa gerst sekir um afbrot, úr landi eftir að undirréttur hefur kveðið upp dóm og þannig svipta þá möguleikanum á að áfrýja málum sínum.

„Í grunninn þarf það að vera þannig að dómstólar fylgi vilja stjórnmálamanna en ekki að stjórnmálamenn þurfi að fara að vilja dómstóla.“

Sagði hann í umdeildu viðtali í austurrísku sjónvarpi á þriðjudaginn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kickl vekur deilur með ummælum sínum og skoðunum. Hugmyndir hans um að svipta hælisleitendurna möguleikanum á áfrýjun stríða gegn Mannréttindasáttmálanum.

Á miðvikudaginn reyndi Kickl að milda ummæli sín þegar hann ræddi við dagblaðið Krone Zeitung. Þar sagði hann að hann „vilji gjarnan skapa umræður um þessar reglur“ sem hann segir vera of fjarri almenningi.

„Stærsta vandamál réttarríkisins er ef það skilur ekki borgarana lengur.“

Mannréttindasáttmálin er frá 1950 en Austurríki skrifaði undir hann á sjöunda áratugnum. Sebastian Kurz, kanslari, sagði í gær að Austurríki muni áfram virða Mannréttindasáttmálann og að hann hafi sagt innanríkisráðherranum sína skoðun á þessu í símtali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé