fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Hörð gagnrýni á utanríkisstefnu Þýskalands

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 21:00

Þýskir og bandarískir hermenn við æfingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir jól tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að bandarískar hersveitir yrðu kallaðar heim frá hinu stríðshrjáða Sýrlandi. Heiko Maas, jafnaðarmaður og utanríkisráðherra Þýskalands, var ekki sáttur við þetta og lét óánægju sína í ljós á sama hátt og Trump, hann nöldraði á Twitter.

„IS (Íslamska ríkið) hefur verið hrakið aftur á bak en hættan er enn fyrir hendi. Það er hætta á að þessi ákvörðun geti skaðað baráttuna gegn IS og þann árangur sem náðst hefur. Baráttan gegn IS veltur á langtímaaðgerðum. Til að koma á jafnvægi er þörf á öryggi og pólitískum stöðugleika. Af þeim sökum vinnum við með bandamönnum okkar að pólitískum aðgerðum.“

Þetta tíst hans var harðlega gagnrýnt. Þjóðverjar taka þátt í baráttunni gegn IS í Sýrlandi undir forystu Bandaríkjanna en þetta stærsta og valdamesta ríki Evrópu er ekki með neina hermenn sem taka þátt í beinum átökum í landinu.

„Ef manni finnst þessi ákvörðun röng verður maður að gera það sjálfur (senda hermenn til orrustu, innsk. blm.). En það viljum við auðvitað ekki. Við sitjum eins og áhorfendur í leikhúsi – eins og þetta snerti okkur ekki,“ sagði Christoph von Marschall, blaðamaður hjá þýska dagblaðinu Tagesspiegel og höfundur margra rita um utanríkispólitík.

Hann er ekki einn um að blanda sér í umræðuna um utanríkisstefnu Þýskalands en hún er meira uppi á borðinu núna en venjulega þar sem Þýskaland á nú sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem tekur einmitt ákvarðanir um hvort aðildarríkin eigi að senda hermenn í stríð. Það er auðvitað ekki auðvelt fyrir ríki, sem situr tímabundið í ráðinu, að hafa mikil áhrif á störf þess en sumir telja þó að það þurfi að reyna að hafa áhrif. Sérstaklega í ljósi margra breytinga á alþjóðavettvangi á undanförnum misserum. Þar má nefna að Bandaríkin, undir forystu Trump, vilja ekki lengur ábyrgjast öryggi og frið í Evrópu. Brexit getur einnig aukið óöryggi í Evrópu. Þá hefur framganga Rússa á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu ekki verið til þess fallin að bæta nætursvefn þeirra sem aðhyllast frjálslynda heimsskipan.

 

Heiko Maas
Utanríkisráðherra Þýskalands.

Fjögur svið sem á að beina athygli að

Heiko Maas hefur bent á fjögur svið sem Þýskaland á að beina mestri athygli að á meðan landið á sæti í öryggisráðinu. Þetta eru loftslagsmál, málefni kvenna, afvopnun og vernd starfsmanna hjálparsamtaka. Þetta eru allt verkefni sem eru verðug viðfangsefni en margir telja að ekki sé gengið nógu langt og að hræðslan við að senda þýska hermenn til stríðsátaka sé svo mikil að Þjóðverjar séu átakafælnir og reyni því að komast hjá málum sem gætu kallað á hernaðaraðgerðir.

Stóru stjórnarflokkarnir hafa ekki gert neina viðbragðsáætlun eða markað stefnu vegna næstu stóru krísu sem skella mun á heimsbyggðinni. Þegar atkvæði voru greidd í öryggisráðinu 2011 um hernaðaraðgerðir í Líbíu sátu Þjóðverjar hjá þrátt fyrir að óttast væri að þjóðarmorð væri í uppsiglingu. Þýsk stjórnvöld geta þó varpað öndinni léttar yfir þessari ákvörðun því í framhaldinu varð algjört öngþveiti í Líbíu og hefur hernaðaríhlutun Sameinuðu þjóðanna fyrir vikið verið harðlega gagnrýnd. Allt þetta hefur valdið því að mál sem þessi eru ekki rædd meðal þýskra ráðamanna og utanríkis- og öryggismál fá litla umræðu innan ríkisstjórnarinnar. Þá hafa gagnrýnendur bent á að bæði Angela Merkel kanslari og Maas hafi skapað ákveðnar væntingar hjá öðrum Evrópuríkjum um að Þýskaland yrði fulltrúi evrópskra sjónarmiða í öryggisráðinu en muni ekki bara taka þýskar hugmyndir og halda því fram að þær séu evrópskar. Það hefur einmitt gerst og má í því sambandi nefna flóttamannakrísuna sem skall á Evrópu 2015. Þá lýstu Þjóðverjar eftir samstöðu Evrópuríkja um aðgerðir eftir að hafa árum saman skellt skollaeyrum við beiðni Ítala og Grikkja um það sama. Þetta þykir mörgum draga úr trúverðugleika Þjóðverja á alþjóðavettvangi.

Aðrir hafa bent á að Þjóðverjar hafi tekið á sig meiri ábyrgð á alþjóðavettvangi á undanförnum árum, sérstaklega í samningaviðræðum í alþjóðadeilum. Til dæmis hafi Merkel borið þungann af samningaviðræðum í málefnum Úkraínu og Rússlands. En öðrum finnst að Þýskaland eigi einmitt að sýna sömu ábyrgðartilfinningu í öryggisráðinu þar sem landið geti gegnt stóru hlutverki í lausn mála, hvort sem það er í Sýrlandi, Úkraínu eða annars staðar. Þýskaland megi ekki bara standa aðgerðalaust á hliðarlínunni, Þýskalandi verði að koma að lausn mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar