Á heimasíðu lögreglunnar segir að ýmislegt á vettvangi bendi til að einn hinna þriggja hafi myrt hina tvo og síðan tekið eigið líf. Aftonbladet segir að kringumstæður voðaverksins séu dularfullar og hafi lögreglan haldið spilunum þétt að sér í nótt og ekkert viljað segja. Unnið hefur verið að vettvangsrannsókn í alla nótt.
Á ellefta tímanum fannst karlmaður látinn á bílastæði í Umeå. Hann hafði verið skotinn til bana. Tveir aðrir menn fundust á vettvangi og voru þeir báðir særðir. Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan telur líklegt að hér hafi verið um uppgjör í undirheimunum að ræða.