fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fimm dauðsföll á einni viku- Ferðamálayfirvöld senda út aðvörun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 07:02

Frá Maldíveyjum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins einni viku hafa fimm ferðamenn drukknað á Maldíveyjum en þær eru ein mesta ferðamannaparadís heims. Meðal hinna látnu er par sem var í brúðkaupsferð.

Í kjölfar þessara slysa hafa ferðamálayfirvöld á eyjunum sent út aðvörun til hótela og annarra viðkomustaða ferðamanna á eyjunum.

Ástæður slysanna eru sterkir neðansjávarstraumar af völdum monsúnrigninga.

Þann 13. janúar drukknuðu nýgift hjón frá Filippseyjum þegar sterkir neðansjávarstraumar soguðu þau niður í sjóinn. Maðurinn lenti fyrst í vandræðum og þegar eiginkona hans reyndi að bjarga honum dróst hún einnig niður.

Með tveggja daga millibili drukknuðu 84 ára gamall tékkneskur ferðamaður og 66 ára kona frá Suður-Kóreu þegar þau voru að snorkla nærri vinsælum ferðamannastað nærri höfuðborginni Male.

Rússneskur ferðamaður drukknaði á sunnudaginn en pakistönskum leiðsögumanni var bjargað úr sjónum á síðustu stundu og fluttur á sjúkrahús.

Maldíveyjar eru vinsæll ferðamannastaður en þangað koma um 1,4 milljónir ferðamanna á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki