Í kjölfar þessara slysa hafa ferðamálayfirvöld á eyjunum sent út aðvörun til hótela og annarra viðkomustaða ferðamanna á eyjunum.
Ástæður slysanna eru sterkir neðansjávarstraumar af völdum monsúnrigninga.
Þann 13. janúar drukknuðu nýgift hjón frá Filippseyjum þegar sterkir neðansjávarstraumar soguðu þau niður í sjóinn. Maðurinn lenti fyrst í vandræðum og þegar eiginkona hans reyndi að bjarga honum dróst hún einnig niður.
Með tveggja daga millibili drukknuðu 84 ára gamall tékkneskur ferðamaður og 66 ára kona frá Suður-Kóreu þegar þau voru að snorkla nærri vinsælum ferðamannastað nærri höfuðborginni Male.
Rússneskur ferðamaður drukknaði á sunnudaginn en pakistönskum leiðsögumanni var bjargað úr sjónum á síðustu stundu og fluttur á sjúkrahús.
Maldíveyjar eru vinsæll ferðamannastaður en þangað koma um 1,4 milljónir ferðamanna á ári.