En nú hefur þessi samsæriskenning verið afsönnuð af austurrískum vísindamönnum. Þeir gerðu dna-rannsókn á erfðaefni fjarskylds ættingja Hess og blóðsýni úr honum sem var tekið 1982.
Hess hengdi sig í Spandau-fangelsinu í Berlín 1987 en þá hafði hann setið þar í 40 ár. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi að síðari heimsstyrjöldinni lokinni. Hann var 93 ára þegar hann lést.
Í umfjöllun BBC kemur fram að vísindamenn við háskólann í Salzburg hafi gert fyrrgreinda rannsókn. Niðurstöðurnar pössuðu næstum 100% saman og því liggur ljóst fyrir að fangi nr. 7 í Spandau var Rudolf Hess og að það var hann sjálfur sem fyrirfór sér en ekki tvífari hans.
Einn af hvatamönnum dna-rannsóknarinnar var W. Hugh Thomas, sem var læknir Hess í fangelsinu. Kenning hans gekk út á að maðurinn í Spandau hafi verið öðruvísi líkamlega uppbyggður en Hess og hafi þvertekið fyrir að hitta fjölskyldu sína árum saman. En þessi kenning var greinilega ekki á rökum reist.
Nýnasistar koma saman árlega til að minnast sjálfsvígs Hess en hann er eins og margir aðrir háttsettir nasistar í miklu dálæti hjá þeim.