Þetta gerðist í Sidney í Ástralíu. Lögreglumaðurinn, Steven Albee, skoðaði myndir í síma konunnar og fann þar myndir af kynfærum hennar og unnusta hennar. Þetta fannst honum að vinnufélagar hans þyrftu líka að sjá. Hann deildi myndunum því í lokuðum Facebookhópi hans og fjögurra vinnufélaga hans.
En málið spurðist út og barst til eyrna yfirmanna lögreglunnar og þá fór boltinn að rúlla og málið var rannsakað.
Þetta endaði með að Albee lét af störfum hjá lögreglunni og ákæra var gefin út á hendur honum. Réttarhöldunum er nýlokið og játaði Albee sök að sögn Sydney Morning Herald.
Dómur verður kveðinn upp 12. febrúar. Albee á eins árs fangelsi yfir höfði sér sem og háa fjársekt.