fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hundurinn hljóp daglega að heiman eftir andlát eigandans – Dag einn elti sonurinn hann og sá hvert hann fór

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 23:00

Cesur á leið á áfangastað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að missa gæludýr og þetta getur einnig verið erfitt í hina áttina, það er að segja að gæludýrin sakni eiganda síns. Í janúar 2017 lést eigandi hundsins Cesur. Hann hafði verið í eigu Tyrkjans Mehmet Ilhan í tvö ár en Ilhan lést 79 ára að aldri.

Cesur var greinilega algjörlega niðurbrotinn enda höfðu þeir félagar eytt öllum stundum saman því Ilhan þjáðist af alvarlegum sjúkdómi og var lamaður. Hann var fluttur á sjúkrahús í Bursa í Tyrklandi nokkrum dögum fyrir andlátið.

„Þar sem faðir minn var lamaður þróuðu þeir sérstakt samband með sér. Þegar faðir minn lá á sjúkrahúsi undir lokin neitaði Cesur að éta.“

Sagði Ali sonur Ilhahn í samtali við The Dodo.

Þegar lík Ilhan var flutt heim var Cesur við hlið hans allan tímann. Hann gekk fremstur í flokki þegar kistan var síðan borin að kirkjugarðinum og á meðan útförin fór fram stóð Cesur við hlið kistunnar með lotið höfuð.

„Enginn gat komið nálægt honum eða fært hann fyrr en búið var að jarðseta föður minn.“

Cesur er nú með Ali en greinilegt er að hann saknar Ilhan mikið. Eftir að hafa búið hjá Ali í nokkrar vikur tók hann eftir að Cesur hljóp alltaf að heiman þegar hann fór til vinnu. Ali ákvað á endanum að vera heima einn dag og elta Cesur til að sjá hvert hann færi.

Í ljós kom að hann fór í kirkjugarðinn til að heilsa upp á fyrrum eiganda sinn.

„Starfsmenn kirkjugarðsins segja að það fyrsta sem Cesur geri á morgnana sé að fara að gröf föður míns.“

Sagði Ali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti