fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Rændu glæpamenn frá Balkanskaga Anne-Elisabeth Hagen?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 08:10

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Viðvaningar hafa ekki getu né þjálfun til að gera þetta.“

Þetta segir Ola Kaldager, fyrrum yfirmaður hins leynilega norska rannsóknarteymis E14, í samtali við Norska ríkisútvarpið um ránið á Anne-Elisabeth Hagen sem var rænt frá heimili sínu nærri Osló þann 31. október.

Ola segist aðeins hafa fylgst með málinu í fjölmiðlum. Enginn liggur undir grun hjá lögreglunni um mannránið en hún hefur sagt að ýmislegt bendi til að atvinnumenn hafi verið að verki. Ola segir að það styðji þetta hversu langur tími leið frá mannráninu þar til lögreglan skýrði frá því.

„Þetta eru örugglega atvinnumenn. Það sést meðal annars á vísbendingunum og hvernig lögreglan rannsakar málið.“

Eins og fram hefur komið krefjast mannræningjarnir 9 milljóna evra í lausnargjald og á að greiða það í rafmynt. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla hefur lítið sem ekkert samband verið á milli fjölskyldu Anne og mannræningjanna eftir ránið. Þeir skildu eftir miða með kröfu um lausnargjald á heimili hennar og fann eiginmaður hennar miðann. Eftir það hefur ekkert heyrst frá mannræningjunum að því best er vitað.

Ola segir að hann telji að þær vísbendingar sem lögreglan hefur geti bent til þess að vel þjálfaðir glæpamenn frá Balkanskaga hafi verið að verki.

„Það þarf ekki að líta lengra en til Svíþjóðar þar sem eru tengingar við slíka hópa á Balkanskaga. Þeir hafa getuna og þjálfun úr borgarastríðinu. Það var ekki óalgengt að fólki væri rænt á Balkanskaga á meðan borgarastríðið stóð yfir.“

Í áhættugreiningu frá alþjóðlega öryggisfyrirtækinu Control Risks frá því í júlí á síðasta ári kemur fram að fyrsta þekkta mannránið, þar sem lausnargjalds var krafist í rafmynt, hafi verið á Kosta Ríka í janúar 2015. Síðan þá hefur fyrirtækið skráð álíka mannrán í 12 löndum, þar á meðal Bretlandi, Úkraínu og Tyrklandi. 2017 skráði fyrirtækið tvö slík mannrán á hverjum ársfjórðungi. Á fyrri helmingi síðasta árs var eitt slíkt mannrán skráð í mánuði hverjum hjá fyrirtækinu.

Lögreglan hefur nú fengið rúmlega 1.000 ábendingar í tengslum við hvarf Anne-Eliasabeth og snúa þær að ýmsu. Ekki hefur tekist að bera kennsl á tvo menn sem sjást á myndbandsupptöku sem var gerð með öryggismyndavél við vinnustað Tom Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, morguninn sem hún hvarf. Lögreglunni þykir þessir menn mjög áhugaverðir í tengslum við rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð