fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Lögreglumaðurinn gekk upp að heimilislausa manninum – Konurnar vissu ekki hverju þær áttu að búast við

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hádegisverðarhlé getur greinilega tekið óvænta stefnu miðað við þessa frásögn. Tvær konur voru í hádegisverðarhléi þegar óvænt atburðarás hófst beint fyrir augum þeirra.

Elisabeth McClain var í hádegisverðarhléi með vinkonu sinni í Madison-sýslu Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins. Þær sáu heimilislausan mann sitja upp við umferðarmerki og var hann með bakpokann sinn meðferðis. Þær vorkenndu honum og fannst hann líta út fyrir að vera svangur.

Skömmu síðar sáu þær lögreglubíl ekið eftir götunni og var hann stöðvaður nærri manninum. Maðurinn leit upp þegar hann heyrði í lögreglubílnum. Lögreglumaðurinn steig út úr bílnum og gekk að heimilislausa manninum.

„Ímyndaðu þér að þú sitjir í vegkantinum, af einhverjum ástæðum, og allar eigur þínar eru í einum bakpoka. Það er skítkalt og þú ert einmana og hungraður. Þú lítur höfði og reynir að gleyma öskrandi hungrinu sem ómar í huga þér. Þá heyrirðu að drepið er á bílvél. Þú lítur upp og sér einkennisklæddan lögreglumann ganga í átt til þín.“

Skrifaði Elizabeth í Facebookfærslu um málið og bætti við:

„Maður myndi örugglega hugsa um allt sem manni hefur orðið á. En skyndilega settist lögreglumaðurinn niður við hlið mannsins og tók nestið sitt upp. Með þessu fjarlægði hann ekki aðeins hungur mannsins heldur einnig einmanaleikann.“

Skrifaði Elizabeth í Facebookfærslu sinni um málið en hún hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Í gær

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvær konur létust þegar eitrað var fyrir veggjalús á gistiheimili

Tvær konur létust þegar eitrað var fyrir veggjalús á gistiheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessum borgum hefur rottum fjölgað mikið af einni ástæðu

Í þessum borgum hefur rottum fjölgað mikið af einni ástæðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir hennar lést 53 ára úr heilakrabba – Læknar sögðu hann gera sér upp einkenni

Faðir hennar lést 53 ára úr heilakrabba – Læknar sögðu hann gera sér upp einkenni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum