fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

George W. Bush í nýju hlutverki – Sendist með pizzur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 05:59

George W. Bush fyrrum Bandaríkjaforseti og síðar pizzasendill að störfum. Ætli hann hafi fengið þjórfé?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, brá sér í nýtt hlutverk á föstudaginn þegar hann tók að sér að sendast með pizzur. Þá birtist hann skyndilega með pizzustafla og færði leyniþjónustumönnunum sem gæta öryggis hans og eiginkonu hans, Laura W. Bush öllum stundum.

„Laura og ég erum starfsmönnum leyniþjónustunnar þakklát sem og þeim þúsundum starfsmanna alríkisins sem leggja hart að sér án þess að fá laun. Við þökkum einnig samlöndum okkar sem styðja þau.“

Skrifaði Bush á Instagram. Pizzaútdeiling hans til lífvarðanna hefur væntanlega verið hugsuð sem hvatning til Donald Trump, forseta, og demókrata í fulltrúadeildinni um að setjast niður og leysa deilurnar um fjármögnun starfsemi alríkisins og byggingu múrs á landamærunum við Mexíkó. Trump hefur sett það sem skilyrði, fyrir að hann samþykki fjárlög, að þingið veiti 5,7 milljörðum dollara til að reisa múr á landamærunum. Þetta þvertaka demókratar fyrir.

Starfssemi margra alríkisstofnana hefur því legið niðri frá 22. desember síðastliðnum og er þetta orðin lengsta stöðvun starfsemi alríkisins í sögunni. Um 800.000 opinberir starfsmenn, þar á meðal starfsmenn leyniþjónustunnar, fá ekki greidd laun á meðan forsetinn hefur ekki undirritað fjárlög.

„Það er kominn tími til að leiðtogar beggja fylkinga ýti pólitíkinni til hliðar, hittist og ljúki þessari lokun alríkisstofnana.“

Sagði Bush.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga