fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Eru þetta bestu kynlífssenur kvikmyndasögunnar? Myndbönd

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífssenur í kvikmyndum geta verið brjálæðislegar, misheppnaðar, aumlegar eða undarlegar, mjög undarlegar. En svo eru auðvitað til senur sem eru djarfar og vel heppnaðar. Senur þar sem leikstjórum tekst að hitta nákvæmlega á rétta uppstillingu og leikararnir smellpassa inn og standa sig frábærlega. Hér fyrir neðan er samantekt yfir það sem sumir telja bestu kynlífssenur kvikmyndanna en aðrir eru því auðvitað ekki sammála.

En hvað sem því líður þá er listinn hér.

Mr. & Mrs. Smith

Samtöl leikaranna geta virst lostafull á pappír en ekki tekst alltaf vel til þegar kemur að því að romsa þeim út úr sér á hvíta tjaldinu. En það skemmir ekki fyrir ef það er gott samband og jafnvel ástarneistar á milli leikaranna. Það var einmitt það sem var í gangi á milli Brad Pitt og Angelinu Jolie þegar verið var að taka Mr. & Mrs. Smith upp. Pitt var þá í sambandi við Jennifer Aniston en gat greinilega ekki staðist Jolie en eins og kunnugt er endaði þetta með að þau tóku saman. Það má því færa rök fyrir því að kynlífssenan hér fyrir neðan sé ekki bara leikinn, hér hafi sannur ástarneisti komið við sögu.

https://youtu.be/HEOgbfvm7IE

Titanic

Það má auðvitað ekki gleyma klassískri kvikmynd sem fór sigurför um heiminn. Jack og Rose sýndu þar hvernig á að takast á við fyrsta skiptið: „Put your hands on me, Jack.“

Secretary

Fannst þér Fifty Shades of Grey aðeins of „mjúk“? Þá skaltu prufa að horfa á Secretary en hún er líklegast það næsta sem er hægt að komast rómantískri S/M kómedíu. Maggie Gyllenhaal leikur ritara. Yfirmaður hennar á það til að refsa starfsfólki sínu harðlega. Það reynist falla henni vel í geð.

Brokeback Mountain

Tveir kúrekar verða ástfangnir úti í óbyggðunum. Umdeilt efni þegar myndin var frumsýnd á síðasta áratug. En hún fór samt sem áður sigurför um heiminn og fékk þrenn Óskarsverðlaun. Við tökum hér með á listann eldheita ástarsenu Ennis og Jacks, leiknir af Heath Ledger og Jake Gyllenhaal, þar sem girndin svífur yfir vötnum.

Y Tu Mamá También

Í þessari klassík frá 2001 leika sumarhiti og hormónafylltir unglingspiltar stórt hlutverk. Tenoch og Julio eiga erfitt með að ráða við sig þegar þeir ná að lokka eldri konu, Ana, með sér í ferð til strandarinnar.

Á endanum ráða þau ekki við sig og sleppa fram af sér beislinu.

Mulholland Drive

Þessi mynd David Lynch er um margt undarleg og sérstök en í henni er sjóðheit ástarsena þar sem Naomi Watts og Laura Harring eiga erfitt með að halda fingrunum frá hvor annarri.

9 1/2 vika

Það er auðvitað ekki hægt að gera svona samantekt án þess að nefna 9 ½ viku til sögunnar. Þar gerðu Kim Basinger og Mickey Rourke matarkynlíf að tískufyrirbrigði, eitthvað sem hafði ekki verið sýnt áður í kvikmynd af þessari stærðargráðu.

Basic Instinct

Það er heldur ekki hægt að sleppa Basic Instinct úr upptalningu sem þessari. Mynd þar sem Sharon Stone krosslagði fætur, án þess að vera í nokkru undir kjólnum, og gerði lögreglumennina, sem grunuðu hana um morð, orðlausa. En þetta var bara byrjunin í mynd þar sem Stone og Michael Douglas fóru á kostum og gerðu nokkrar af bestu kynlífssenum kvikmyndasögunnar. Þær eru flestar svo djarfar að þær eru ekki á YouTube svo við verðum að láta eina „minna djarfa“ senu fylgja hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti