fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Harðvítugar deilur um gosbrunn – „Peningar teknir frá þeim fátækustu“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. janúar 2019 14:16

Trevi gosbrunnurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í framtíðinni mun smámynt, sem fólk kastar í Trevi gosbrunninn í Róm, enda í borgarsjóði í stað þess að enda hjá góðgerðarsamtökum eins og verið hefur fram að þessu. Borgarstjórnin ætlar að nota peningana til framkvæmda og viðhalds í borginni sjálfri. Hér er ekki um neina smáaura að ræða því daglega er að meðaltali um 4.000 evrum kastað í gosbrunninn.

Þessi ákvörðun borgarstjórnarinnar hefur vakið mikla reiði meðal almennings og hefur borgarstjórnin og borgarstjórinn, Virginia Raggi, fengið að heyra það. „Óvinir fátækasta fólksins“ og „peningar teknir frá þeim fátækustu“ er meðal þess sem hefur verið haft á orði um þessa ákvörðun. The Telegraph skýrir frá þessu.

Hingað til hafa peningarnir runnið til kaþólsku hjálparsamtakanna Caritas og hafa þeir verið nýttir til að aðstoða fátæka og heimilislausa borgarbúa. En frá 1. apríl mun borgarsjóður taka peningana til sín.

Það var dagblaðið Avvenire, sem er gefið út af samtökum ítalskra biskupa, sem hóf umræðuna á laugardaginn með forsíðufrétt sinni undir fyrirsögninni: „Peningar teknir frá þeim fátækustu.“

Margir Rómarbúar og Caritas saka borgarstjórann um að vera óþokkinn í málinu. Aðrir eru hins vegar þeirrar skoðunar að peningarnir eigi ekki að renna til kirkjunnar heldur til borgarsjóðs.

Samkvæmt þjóðtrú fylgir því gæfa að henda mynt í gosbrunninn og hefur hún ekki farið framhjá ferðamönnum sem heimsækja borgina. Caritas hefur fengið peningana óslitið frá 2001.

Deilurnar um gosbrunninn hófust á síðasta ári en lágu niðri þar til nú í ársbyrjun vegna mikillar gagnrýni. Málið bætist við vaxandi óánægju með borgarstjórn og borgarstjórann Virginia Raggi. Hún hefur verið borgarstjóri síðan 2016 fyrir Fimmstjörnuhreyfinguna. Bæði hún og flokkurinn hafa verið í miklum mótvindi undanfarið venga mikilla skulda borgarinnar og aðgerðarleysis varðandi loftmengun og niðurníddra innviða sem er á köflum til mikillar hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga