fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Bill Gates varpar ljósi á sína bestu fjárfestingu: Af hverju eru ekki fleiri að gera þetta?

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 19. janúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur mörg undanfarin ár verið á toppnum yfir ríkustu einstaklinga heims. Gates hefur verið duglegur í fjárfestingum á undanförnum árum og áratugum en hann segir að ein tiltekin fjárfesting hafi að líkindum verið sú besta.

Gates hefur verið einna duglegastur auðmanna heims að láta peninga renna til góðra málefna. Í gegnum sjóð sem hann og eiginkona hans, Melinda, stofnuðu hafa þau látið tíu milljarða dala renna til góðgerðarmálaefna af ýmsu tagi. Þetta hafa þau hjónin gert í gegnum sjóð sinn, Bill & Melinda Gates Foundation.

Í grein sem Bill Gates skrifaði í Wall Street Journal á dögunum skrifar hann um sjóðinn og bendir á að milljarðarnir tíu hafi runnið í nokkra undirflokka, þar á meðal Gavi-samtökin sem barist hafa fyrir því að lokka verð á nauðsynlegum bólefnum í þróunarlöndunum. Þá hafa peningarnir runnið í fleiri sambærileg verkefni sem meðal annars miða að því að auka aðgengi fólks að bóluefnum.

Í grein sinni bendir Bill Gates á að ef milljörðunum tíu hefði verið fjárfest með öðrum hætti, til dæmis með S&P 500-vísitölunni hefði ávöxtunin verið á bilinu 12 til 17 milljarðar dala. En útreikningar Copenhagen Concensus Center benda til þess að með þeirri leið sem sjóðurinn fór hafi ávöxtunin verið nærri 200 milljarðar dala.

„Þessir tíu milljarðar dala hafa aukið aðgengi fólks að bólusetningum, lyfjum, flugnanetum gegn moskítóflugum og öðrum nauðsynlegum hlutum í þróunarlöndunum,“ sagði Bill í greininni og bætti við að ávinningurinn væri gríðarlegur. Ástæðan væri í raun einföld. „Þetta hefur skilað sínu því þegar fólk er ekki veikt getur það sinnt vinnu sinni og farið í skólann,“ sagði hann.

Hægt er að lesa grein Bill Gates í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga