Þetta mun auðvitað einnig koma sér vel fyrir náttúruna og draga úr mengun. Hvergi í Evrópu er bílaeign meiri en í Lúxemborg en þar eru 662 bílar á hverja 1.000 íbúa en þeir eru 560.000 í heildina.
Það verður auðvitað ekki ókeyps að reka almenningssamgöngurnar en ríkissjóður mun taka þann kostnað á sig en hann er um 900 milljónir evra á ári segir í frétt New York Times um málið. Innkoman af miðasölu er um 30 milljónir evra á ári en einhver sparnaður næst þegar hætt verður að selja miða og kanna hvort fólk hafi keypt miða.
Eitt af stóru vandamálunum fyrir umferðina í landinu er nálægðin við Belgíu, Frakkland og Þýskaland. Lúxemborg er nokkurskonar tengipunktur fyrir umferð frá þessum löndum auk innanlandsumferðar.