Hann ætlaði að nota skriðdrekaeldflaug til að sprengja sér leið inn í húsið og síðan hugðist hann storma inn í húsið með skotvopn og handsprengjur að vopni. Pak sagði að markmið mannsins virðist hafa verið að ráðast á Hvíta húsið og fleiri skotmörk í Washington D.C. með sprengiefnum.
Ekki er talið að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Sjónir FBI beindust að manninum í mars á síðasta ári en þá voru yfirvöld upplýst um að maðurinn hefði snúist til öfgahyggju. Við rannsókn málsins komust lögreglumenn að því að maðurinn á sér þá ósk heitasta að verða píslarvottur.