fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Svona mörgum stundar fólk kynlíf með á lífsleiðinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú hugleitt hversu mörgum þú munt stunda kynlíf með á lífsleiðinni? Hvort þeir verða of margir eða of fáir að þínu mati því það er ekki hægt að setja fram alhæfingar um hvað eru of margir kynlífsfélagar eða of fáir. En hvert ætli meðaltalið sé í þessum efnum? Hefur þú stundað kynlíf með fleirum eða færri en meðaltalið segir til um?

Samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar á þessu getur verið að hæð fólks leiki ákveðið hlutverk þegar kemur að fjölda kynlífsfélaga á lífsleiðinni. Þetta á sérstaklega við um karlmenn. Þetta hljómar kannski ótrúlega en svona er þetta víst. Hæðin leikur ákveðið hlutverk hvað varðar fjölda rekkjunauta.

Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, sáu fljótlega ákveðið mynstur meðal þátttakendanna 68.000 hvað varðar hæð. Fljótt varð ljóst að lágvaxnir karlar áttu að meðaltali færri rekkjunauta en þeir sem voru meðalmenn á hæð eða hávaxnir. Hávöxnu karlarnir áttu að meðaltali einum til þremur rekkjunautum meira en þeir lágvöxnu. Hins vegar kom lítið fram sem bendir til að hæð kvenna skipti máli hvað varðar fjölda rekkjunauta þeirra.

En það er ekki aðeins hæðin sem skiptir máli heldur einnig aldurinn. Eins og gengur og gerist fjölgar rekkjunautunum eftir því sem fólk eldist og samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar gildir þá einu hvort um karla eða konur er að ræða. Niðurstöðurnar sýna að miðgildi fjölda rekkjunauta fólks á aldrinum 30 til 44 er átta og á þetta við um bæði kynin.

58 prósent karla og 56 prósent kvenna sögðust hafa átt fleiri en fimm rekkjunauta og 29 prósent karla og 23 prósent kvenna sögðust hafa átt meira en 14 rekkjunauta.

Þegar miðgildi rekkjunauta var tekið saman hjá báðum kynjum á öllum aldri var fjöldinn fimm. Margir stunda því kynlíf með færri en átta manns og sumir með fleirum. Það er því rétt að hafa í huga að þrátt fyrir að hægt sé að taka saman meðaltal rekkjunauta þá er fjöldinn mjög breytilegur frá einni manneskju til annarrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt