Vodkinn, sem heitir Radanoff, er ekki frá viðurkenndum framleiðanda heldur stæling á framleiðslu hins eins og sanna Radanoff vodkaframleiðanda og er allt annað en hollur, mun óhollari og hættulegri heilsunni en venjulegur vodki. Radanoff inniheldur alkól í miklum styrkleika, iðnaðarstyrkleika, og getur valdið alvarlegum heilsufarslegum vanda, blindu og jafnvel orðið fólki að bana.
Fólki hefur verið ráðlagt að láta það alveg eiga sig að drekka vodkann. Það er að sögn hægt að þekkja flöskurnar frá „réttum“ flöskum því enginn stimpill frá tollgæslunni er á þeim og strikamerkið tengist ekki alvöru vöru.
Enn er verið að rannsaka vodkann sem hald hefur verið lagt á og því er enn ekki fullljóst hvað drykkurinn inniheldur nema hvað hann er allt annað en hollur.