fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Ferðaskrifstofu Ryanair lokað án nokkurra skýringa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 17:30

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur lokað ferðaskrifstofu sinni Ryanar Holidays en hún átti að vera lykillinn að enn meiri innkomu félagsins og sölu á öðru en bara flugferðum. Það er því ekki annað að sjá en að draumurinn um að verða stór aðili í sölu pakkaferða sé búinn hjá Ryanair, að minnsta kosti í bili.

Ryanair birti tilkynningu um lokun Ryanair Holidays á heimasíðu sinni á mánudaginn en hefur ekki gefið neinar skýringar á lokuninni. Allar ferðir sem seldar höfðu verið verða þó farnar.

Ryanair er einna þekktast fyrir að selja ódýrar flugferðir víða um Evrópu en fyrirtækið hefur reynt að færa út kvíarnar á undanförnum árum til að reyna að fá peninga fyrir fleira en sölu flugmiða. Eins og hjá öðrum lággjaldaflugfélögum er hægt að bóka hótel og leigja bíla en með stofnun Ryanair Holidays í desember 2016 steig fyrirtækið einu skrefi lengra en önnur lággjaldaflugfélög.

Ferðaskrifstofan var starfrækt í fimm Evrópulöndum en hefur greinilega ekki verið að gera stóra hluti hvað varðar innkomu og hagnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“