fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Einar er 92 ára, nær blindur og einmana – Fær ekki pláss á dvalarheimili

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 07:59

Einar Svend Flintrup. Skjáskot/TV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar er 92 ára, nær blindur, á erfitt með gang og finnur til óöryggis heima auk einmanaleika. Hann vill gjarnan komast á dvalarheimili til að geta átt nokkur góð ár áður en jarðvist hans lýkur. En að mati sveitarfélagsins, sem hann býr í, er hann ekki talinn uppfylla þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Sveitarfélagið segir að hár aldur dugi ekki einn og sér til að fólk fái að flytja í þjónustuíbúð.

Maðurinn sem um ræðir heitir Einar Svend Flintrup og býr í Helsingør í Danmörku. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um mál hans sem hefur vakið töluverðar umræður um aðbúnað aldraðra í Danmörku. Það var Helsingør Dagblad sem skýrði fyrst frá máli hans.

Einar hafði vonast til að hann fengi pláss á einu dvalarheimila sveitarfélagsins svo hann gæti fundið til öryggis og upplifað það félagslíf sem hann saknar heima hjá sér.

„Ég get ekki sett bollana upp í skápana og ég get ekki klætt mig sjálfur. Það tekur að minnsta kosti svo langan tíma og ég finn til mikils óöryggis. Mikils. Ég skil ekki að aðstæður mínar þurfi að vera svona.“

Sagði Einar í samtali við TV2.

Dóttir hans, Lone Flintrup, sagðist ekki skilja í að faðir hennar fái ekki að flytja á dvalarheimili. Hún sagðist sjálf hafa upplifað að hann hafi skorið sig á glerbrotum og að erfitt hafi verið að stöðva blæðinguna vegna blóðþynningarlyfja sem hann tekur.

„Hann getur ekki hugsað um sig sjálfur.“

Hún sagði að læknir fjölskyldunnar og eitt dvalarheimili bæjarins hafi metið Einar „hæfan til dvalar á dvalarheimili“.

En sveitarfélagið hefur hafnað umsóknum Einars og fjölskyldu hans um pláss á dvalarheimili. Helsingør Dagblad segir að sveitarfélagið hafi í svörum sínum sagt að hann uppfyllti ekki nauðsynleg skilyrði fyrir að geta flutt á dvalarheimili. Meðal þessara skilyrða er að fólk þarf að þarfnast aðstoðar meira en átta sinnum á sólarhring og að viðkomandi geti ekki verið einn þess á milli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“