The Sydney Morning Herald skýrir frá þessu. Haft er eftir Jacob Cronje, veðurfræðingi hjá Weatherzone, að það muni ekki koma honum á óvart ef hitinn fer yfir 50 stig í þessari hitabylgju. Hann segir að í lok vikunnar ættu mörg hitamet að falla í New South Wales en Sydney er einmitt í því ríki.
Frá því að mælingar hófust hefur það aðeins gerst þrisvar að meira en 50 stiga hiti hafi mælst í Ástralíu. Það gerðist síðast í febrúar 1998 þegar hitinn fór í 50,5 stig í Mardie í Western Australia. Hin tvö skiptin voru í janúar 1960 en þá mældist hitinn 50,7 stig í Oodnadatta í South Australia og 50,3 stig daginn eftir.
Samkvæmt spám sleppa milljónaborgirnar Sydney og Melbourne við mestu hitana að þessu sinni en þar er þó allt að 34 stiga hiti.