fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Daniel brá sér að heiman og læsti ekki – Átti enga von á því sem gerðist á meðan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 21:00

Ekkert var undanskilið álpappír nema fáninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk fer að heiman læsir það venjulega á eftir sér og væntir þess að þegar það kemur heim aftur sé allt eins og skilið var við það. En það fer nú ekki alltaf svo og því fékk Daniel Protheroe að kynnast nýlega þegar hann fór í skíðaferð með félögum sínum í breska hernum. Þegar hann yfirgaf herstöðina skyldi hann herbergi sitt eftir ólæst. Það leiddist tveimur félögum hans og vinum ekki því þá gátu þeir athafnað sig í ró og næði í herbergi Daniel.

Þeir ákváðu að „kenna Daniel lexíu“ svo hann myndi ekki skilja herbergið sitt eftir ólæst í framtíðinni. Þeir Scott Lewis og Tom Harcourt eyddu 10 klukkustundum í að pakka öllu í herbergi Daniel inn í álpappír. Í verkið notuðu þeir 30 rúllur af álpappír, hver með 30 metrum. Það þurfti sem sagt 900 metra af álpappír til að pakka öllum eigum Daniel inn. Ekkert var undanskilið svo sjónvarpið, klósettið, tannbursti og allt annað var vafið inn í álpappír.

Baðherbergið fékk sinn skammt af álpappír.

Daniel tók þessu að sögn vel þegar hann kom aftur og eftir að hafa virt handbragðið fyrir sér hófst hann handa við að taka utan af eigum sínum. Hann hefur ekki enn lokið verkinu en lét nauðsynlegustu hluti vera í forgangi en mun taka utan af öðrum eftir því sem þörf krefur. Hann sagðist ekki hafa verið pirraður yfir þessu heldur hafi hann ekki getað annað en dáðst að handbragðinu. Verst hafi verið að taka utan af hlutum inni á baði því þar hafi svo mikið límband verið notað.

„Álsturta“.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann sagðist aldrei hafa fengið lykil að herberginu og hafi því aldrei getað læst því. En Scott og Tom eiga hefnd yfir höfði sér að sögn Daniel.

„Ég mun hefna mín, karma mun bíta þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf
Pressan
Fyrir 3 dögum

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar