fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Theresa May segir líklegra að Bretar verði áfram í ESB en að þeir yfirgefi sambandið án útgöngusamnings

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 08:10

Theresa May.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ræðu sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun flytja í verksmiðju í Stoke í dag mun hún segja að líklegra sé að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu en að þeir yfirgefi það án útgöngusamnings. Hún mun einnig segja að ef niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit verði ekki virtar muni það hafa „hörmulegar afleiðingar“ á traust almennings á stjórnmálum.

Sky-fréttastofan skýrir frá þessu en hún hefur fengið afrit af ræðu May. Stoke er sterkt vígi stuðningsmanna Brexit en í þjóðaratkvæðagreiðslunni greiddu 69,4% kjósenda þar atkvæði með úrsögn úr ESB.

Á morgun munu þingmenn í neðri deild breska þingsins greiða atkvæði um útgöngusamning May við ESB en allt stefnir í að hann verði kolfelldur. Í ræðu sinni í dag mun May segja að sumir þingmenn muni „gera allt sem í þeirra valdi stendur“ til að „fresta eða jafnvel stöðva Brexit“. Breskir fjölmiðlar skýrðu í gær frá leynilegri áætlun þingmanna um að hrifsa löggjafarvaldið af May ef samningurinn verður felldur. Ef þessi leynilega áætlun gengur upp mun ríkisstjórnin missa stjórn á þinginu og þar með verður erfitt fyrir hana að stýra landinu og þar af leiðandi verður hætta á að ekki verði af Brexit.

May segist nú telja að „á grunni staðreynda síðustu viku“ sé líklegra að þingmönnum takist að koma í veg fyrir Brexit en að Bretland yfirgefi ESB án útgöngusamnings. Hún hefur margoft sagt þingmönnum að „enginn samningur sé betri en slæmur samningur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“