16 voru um borð í vélinni og létust þeir allir nema einn. Vélin var að koma frá Kirgistan með kjöt. Í fyrstu var talið að allir um borð hefðu látist en síðan bárust fréttir af því að flugvélstjórinn hefði lifað af og verið fluttur á sjúkrahús, ekki er vitað um ástand hans.
Mörg hús skemmdust eða eyðilögðust en ekki er enn ljóst hvort fólk var í þeim þegar vélin hrapaði. Björgunarmenn eru enn að störfum á slysstað.