Þetta segir Jane Sheehan að minnsta kosti en hún hefur sérhæft sig í að lesa persónuleika fólks með því að skoða fætur þess. En hvort þetta á við einhver rök að styðjast ætlum við ekki að segja neitt, fólk verður að dæma um það sjálft. Jane flokkar fætur í fjóra flokka, A, B, C og D og segir þá sýna persónuleika fólks.
Þessi týpa kallast „rómverskur fótur“. Stóratáin er jafn löng og táin við hliðina en hinar eru styttir. Þeir sem eru með fætur sem þessa eru að sögn mannblendnir, félagslegir og sjarmerandi. Þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir lengi og eru ævintýragjarnir og elska að ferðast og skoða nýjar slóðir. Þeir eru sérlundaðir og líkar vel að vera miðpunktur athyglinnar. Þeir ná árangri í vinnunni og eru mjög ástríkir í ástarsamböndum sínum.
Þessi týpa kallast „ferningslaga fótur“ því allar tærnar eru jafn langar. Þeir sem eru með svona fót eru hlédrægir og rólegir. Þeir eru snjallir og skynsamir, sérstaklega þegar kemur að erfiðum ákvörðunum. Þeir láta tilfinningar sjaldan stýra sér. Þeir eru traustir og alltaf til staðar fyrir vini sína. Þeim fellur vel að allt sé í röð og reglu og að stjórn sé á hlutunum.
Þessi týpa kallast „grískur fótur“ en táin við hlið stórutáarinnar er lengri en hún. Þeir sem eru með svona fót eru alltaf bjartsýnir. Þeir eru áhugasamir og með drifkraft. Þeir ráða vel við álag og eru mjög hjálpsamir. Þeir eru með mikla leiðtogahæfileika og eru náttúrulegir leiðtogar. Þeir eru aktífir, hafa áhuga á íþróttum og eru sköpunarglaðir.
Það einkennir þessa tegund fótar að stóratáin er yfirleitt stærst. Síðan verða tærnar minni eftir því sem fjær dregur þeirri stóru. Þeir sem eru með svona fót eru að sögn góðir í að búa yfir leyndarmálum. Þeir eru hvatvísir, glíma við miklar skapsveiflur sem geta oft valdið deilum. Þeir elska að hafa það huggulegt og láta ástina sína dekra við sig. Þeir eru ástríkir.