fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Krefjast þingkosninga eða nýrrar atkvæðagreiðslu um Brexit

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Therese May, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú að komast ósködduð í gegnum sannkallað jarðsprengjusvæði. Hún hefur beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum í breska þinginu og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gerir nú harða hríð að May og krefst þingkosninga eða nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit ef ekki verður kosið til þings. Þingið kýs um útgöngusamning Breta og ESB á þriðjudaginn. Það er nánast öruggt að samningurinn verður felldur því mikill meirihluti þingmanna er á móti honum.

Hinir ýmsu hópar á þinginu hafa ýmsar ástæður til að hafna samningnum. Corbyn sagði á fréttamannafundi í gær að þegar búið verður að fella samninginn muni hann reyna að fá meirihluta á þingi til að leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórn May og þar með að boðað verði til kosninga.

Hann sagði að ef ríkisstjórnin getur ekki komið mikilvægasta frumvarpi sínu í gegnum þingið þá verði að boða til kosninga sem fyrst. Verkamannaflokkurinn sé ekki með nægan þingstyrk til að geta einn komið vantraustillögu í gegnum þingið þannig að þingmenn annarra flokka verði að greiða atkvæði með tillögunni og binda enda á ástandið.

Corbyn segist þess fullviss að Verkamannaflokkurinn geti náð betri samningi við ESB en viðurkennir að það krefjist þess að Brexit verði frestað en útgangan á að verða þann 29. mars næstkomandi.

Ef ekki tekst að knýja fram kosningar er varaáætlunin að knýja fram nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. BBC segir að vaxandi þrýstingur sé innan Verkamannaflokksins um að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“