fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Trump æddi út af fundi með demókrötum – „Algjör tímasóun“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 05:59

Donald Trump hefur staðið í tollastríði við Kínverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þokast ekkert áleiðis í deilum Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og demókrata á þingi um að binda enda á lokun ríkisstofnana sem hafa nú verið lokaðar í tæpar þrjár vikur vegna deilna forsetans og demókrata um fjárlög en Trump neitar að samþykkja. Starfsfólk margra opinberra stofnana situr því launalaust heima. Trump fundaði með Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum demókrata á þingi, í gær en fundurinn skilaði ekki miklum árangri og æddi Trump út af honum.

Schumer og Pelosi stóðu fast á því að demókratar muni ekki samþykkja fjárveitingu upp á fimm milljarða dollara til að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Þau hafa hins vegar boðið mun lægri upphæð sem á að nota til að styrkja landamæraeftirlitið.

En þetta hugnast Trump ekki og samkvæmt frétt New York Times var hann allt annað en sáttur við Schumer og Pelosi í gær og sló í borð og æddi út af fundinum sem var haldinn í Hvíta húsinu. Hann virðist síðan hafa farið beint og sest við tölvu því skömmu síðar birti hann færslu á Twitter þar sem hann sagði fundinn hafa verið algjöra tímasóun.

CNN hafði eftir Schumer að loknum fundi að enn einu sinni hafi Trump tekið reiðiskast af því að hann fékk vilja sínum ekki framgengt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Í gær

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið