Schumer og Pelosi stóðu fast á því að demókratar muni ekki samþykkja fjárveitingu upp á fimm milljarða dollara til að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Þau hafa hins vegar boðið mun lægri upphæð sem á að nota til að styrkja landamæraeftirlitið.
En þetta hugnast Trump ekki og samkvæmt frétt New York Times var hann allt annað en sáttur við Schumer og Pelosi í gær og sló í borð og æddi út af fundinum sem var haldinn í Hvíta húsinu. Hann virðist síðan hafa farið beint og sest við tölvu því skömmu síðar birti hann færslu á Twitter þar sem hann sagði fundinn hafa verið algjöra tímasóun.
CNN hafði eftir Schumer að loknum fundi að enn einu sinni hafi Trump tekið reiðiskast af því að hann fékk vilja sínum ekki framgengt.