fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

„Sérstakir“ blýantar móðurinnar breyta lífi sonarins – Kennarinn trúði ekki eigin augum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 06:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Amanda Cox, sem er kennari í Bandaríkjunum, uppgötvaði í haust að hana vantaði nokkra af blýöntunum sínum bað hún nemendur sína um að kanna hvort þeir væru með einhverja blýanta frá henni til að hún gæti látið þá fá sem vantaði blýanta. Einn drengjanna í bekknum spurði hvort hann mætti halda sínum eigin blýöntum sem hann hefði fengið hjá móður sinni. Eftir smá umhugsun sagði hann síðan:

„En ef einhverja vantar blýanta geta þeir auðvitað fengið lánað hjá mér.“

Amanda hugsaði með sér að þetta væri fallega gert og sá til þess að þeir nemendur, sem ekki voru með blýanta, fengju blýanta hjá drengnum. Þegar hún var að ydda einn blýantainn tók hún eftir svolitlu óvæntu á honum og við nánari skoðun var svipað að sjá á öllum blýöntum hans. Móðir hans hafði skrifað skilaboð til hans á blýantana.

„Þetta verður gott ár.“

„Fylgdu draumum þínum.“

„Ekki gefast upp.“

„Ég elska þig.“

„Þú munt breyta heiminum.“

Var meðal þess sem hún hafði skrifað á blýantana.“

Amanda var djúpt snortin yfir þessu og tók mynd af blýöntunum og deildi á samfélagsmiðlum.

„Það tók örugglega bara nokkrar mínútur að gera þetta en það nægði til að gleðja hann allan daginn. Þökk sé móður hans man hann eftir hvers virði hann er og honum finnst að bekkjarfélagar hans eigi að finna til þess sama.“

Skrifaði Amanda meðal annars á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki