fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Var sannfærður um að nágranninn héldi Emilie Meng fanginni – Boraði göt í hús hans og hleraði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 22:30

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvarf hinnar 17 ára Emilie Meng og morðið á henni sumarið 2016 er enn óleyst og virðist dönsku lögreglunni ekki miða neitt áfram við rannsókn málsins. Eitt hliðarmál morðmálsins kemur fljótlega til kasta dómstóla. Málið snýr að manni, sem býr í Korsør, þar sem Emilie hvarf. Hann taldi að 69 ára nágranni hans hefði numið Emilie á brott og héldi henni fanginni í húsi sínu. Maðurinn boraði því göt í veggi hjá nágrannanum og kom upptökubúnaði fyrir til að geta tekið upp samtöl í húsinu. Grunur mannsins um þetta vaknaði vegna þess að um hríð var lögreglan þessarar sömu skoðunnar.

Jótlandspósturinn segir að nú hafi saksóknarar gefið út ákæru á hendur manninum fyrir hleranirnar. Lögreglan fékk upptökurnar í hendur en ekki er vitað hvort eða þá hvaða máli þær skiptu við rannsókn málsins. Hins vegar er það staðreynd að lögreglan gerði fimm sinnum húsleit heima hjá manninum en ekkert fannst sem tengdi hann við hvarf Emilie. Hann fékk 6.000 danskar krónur í bætur vegna húsrannsóknanna.

Við síðustu húsleitina boruðu sérfræðingar göt í veggi, gólf og sökkul hússins og notuðu myndavélar og skynjara til að leita að leyniherbergjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð