fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Hún yfirgaf heimilið eftir deilur við eiginmanninn – Tveimur dögum síðar fann hún bréf frá honum sem olli gæsahúð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 07:53

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og gengur og gerist getur verið meðbyr eða mótbyr í hjónaböndum, uppsveiflur og niðursveiflur. Það er um að gera að njóta góðu stundanna og muna þær en reyna frekar að leggja slæmu stundirnar að baki sér og láta þær ekki hafa áhrif til langframa. Það sem hér fer á eftir er saga sem hefur gengið á netinu um hríð, hvort hún er sönn eða ekki er ekki gott að segja til um en boðskapur hennar er hins vegar mikilvægur og á eflaust erindi við marga.

Eftir langan og erfiðan dag í vinnunni kom eiginmaðurinn heim. Hann var örmagna af þreytu og vildi helst af öllu setjast í uppáhaldsstólinn sinn og horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Síst af öllu vildi hann láta barnsgrát trufla sig eða aðstoða við heimilisstörfin. Eiginkonan var að vonum ekki sátt við þetta og þau fóru að rífast. Þau höfðu svo sem rifist áður en nú sauð algjörlega upp úr og þetta endaði með að eiginkonan stormaði út af heimilinu og kom ekki heim um kvöldið og heldur ekki næsta morgun.

Eiginmaðurinn var ansi leiður yfir þessu og áttaði sig skyndilega á að hann yrði að sjá um heimilið aleinn og gera allt því eiginkonan kom ekki heim næsta dag. Honum fannst sem heimur hans væri að hrynja til grunna og settist niður og skrifaði bréf til eiginkonunnar.

„Ástin mín,

fyrir tveimur dögum rifumst við heiftarlega. Ég kom heim úr vinnu klukkan 20 og vildi bara horfa á leikinn. Þegar ég sá þig fattaði ég að þú varst þreytt og í slæmu skapi. Börnin rifust á meðan þú reyndir að koma því yngsta í rúmið. Hvað gerði ég þá? Ég hækkaði í sjónvarpinu. Þá varðst þú enn reiðari og sagðir að ég myndi ekki deyja þótt ég hjálpaði til með börnin og væri til staðar fyrir þau.

Ég varð brjálaður og hugsaði með mér: „Ég er búinn að vinna allan daginn á meðan þú varst heima að leika með dúkkuhús.“

Rifrildið hélt áfram og þú fórst að gráta. Þú varst svo örmagna. Ég sagði ljóta hluti og þú öskraðir á mig. Að lokum tókst þú nokkra hluti og fórst að heiman. Ég stóð eftir í stofunni með börnin. Ég varð að elda mat og koma þeim í rúmið. Þú komst ekki aftur næsta morgun og ég varð að sjá um allt.

Þetta var mikið álag og ég var mjög ósáttur. Nú skil ég hvernig það er að vera heima allan daginn án þess að hafa tíma til að fara í sturtu. Ég er búinn að læra að hita mjólk, klæða börnin og þrífa eldhúsið samtímis. Ég er búinn að læra hvernig það er að eiga heilan dag án þess að skiptast á orðum við einhvern eldri en 10 ára. Ég er búinn að læra að borða en vera um leið vakandi fyrir öllu því það er alltaf einhver sem vill og þarfnast einhvers. Ég er búinn að læra hvernig það er að vera svo þreyttur að það eina sem maður vill er að sofa 20 tíma í einu en vera vakinn eftir 3 tíma af öskrandi barni.

Í tvo daga og tvær nætur hef ég gert það sem þú gerir og nú skil ég þig. Ég skil af hverju þú ert svona þreytt. Ég skil að það kostar sífelldar fórnir að vera móðir. Ég skil að það er miklu erfiðara að vera móðir en vera í vinnu í 10 klukkustundir. Ég skil hversu pirrandi það er þegar maður getur ekki lengur bjargað sér og þarf hjálp frá makanum. Ég skil hverju þú fórnar þegar þú sleppir að hitta vini þína eða fara í ræktina eða sofa heila nótt. Ég skil tilfinninguna sem fylgir því að sitja fastur heima allan daginn með börnin á meðan lífið gengur sinn gang annarsstaðar. Ég skil að þér líður illa þegar móðir mín gagnrýnir uppeldisaðferðir þínar. Enginn þekkir börn betur en móðir þeirra. Ég skil að móðurhlutverkið felur í sér eina mestu byrði sem til er, byrði sem fáir meta að verðleikum og skilja til fulls.

Ég skrifa þér þetta bréf, ekki aðeins til að segja að ég sakna þín, heldur einnig til að lofa að það mun ekki líða sá dagur í framtíðinni sem ég mun ekki segja þetta við þig:

„Þú ert svo hugrökk. Þú ert frábær eiginkona og móðir! Ég dáist að þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“