Samkvæmt frétt tímaritsins Variety hefur breska fyrirtækið Synamedia kynnt til sögunnar tækni til að fylgjast með þessu. Gervigreind mun vakta áskriftirnar og greina mynstur í notkun þeirra, til dæmis hvort verið sé að nota áskriftina á mismunandi stöðum í landinu, hvort óeðlilega miklu efni sé streymt eða hvort annað mynstur í notkuninni sýni að það séu margir að nota sama aðganginn.