fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Þetta gera Elísabet II og Philip prins aldrei þegar þau ferðast

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 06:05

Elísabet II og Filippus prins á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II Bretadrottning er sá þjóðhöfðingi Bretlands sem hefur ferðast mest en hún hefur heimsótt fjöldamörg ríki um allan heim á löngum valdatíma sínum. Á þeim 72 árum sem hún og Philip prins hafa verið gift hefur hann fylgt henni í flestar þessara ferða. Með tímanum hefur drottningin komið sér upp ákveðnum venjum og fylgir þeim en eitt er það sem hjónin gera aldrei á ferðalögum.

Eftir því sem segir í bókinni ´Not in Front of the Corgis´ eftir Brian Hoey, sem er sagður sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, þá sofa hjónin aldrei í sama herbergi og hvað þá sama rúmi þegar þau ferðast. Þetta á einnig við þegar þau ferðast á snekkju konungsfjölskyldunnar, Britannia, og rúmlega það því hjónin leyfa engin hjónarúm eða samföst rúm í snekkjunni þegar þau eru um borð. Undantekning er þó gerð á þessu þegar snekkjan er notuð í tengslum við konungleg brúðkaup en þá eru rúm færð saman og bundin svo þau haldist saman.

Hoey segir að ýmsar ástæður liggi að baki þessu hjá hjónunum. Ein þeirra er að það er algengt hjá þeirri kynslóð sem hjónin tilheyra að fólk deili ekki rúmum allar nætur. Önnur ástæða er að hjónin eru með gjörólíkan smekk á hvernig rúmfatnað þau vilja hafa og hvernig á að setja hann á rúmin. Þá finnst Elísabetu að sögn gott að sofa með hitapoka undir sænginni þegar kalt er en Philip vill ekki sjá það og lætur hitastig sig engu skipta þegar kemur að svefni. Auk þess er hann morgunhani en drottningin ekki og vill hann ekki trufla hana þegar hann fer eldsnemma á fætur.

Erlendum matreiðslumeisturum eru gefin ströng fyrirmæli þegar kemur að því að elda fyrir hjónin. Ekki má nota hvítlauk í mat drottningarinnar því þá borðar hún matinn ekki. Það er ekki af því að henni finnst hvítlaukur vondur heldur af því að hún vill ekki vera andfúl þegar hún hittir fólk og heilsar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu
Pressan
Í gær

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á