Aftonbladet skýrir frá þessu. Sýni hafa verið tekin úr manninum og heilbrigðisstarfsfólkinu og mun niðurstaða úr rannsóknum á þeim liggja fyrir í kvöld að sögn yfirvalda.
Ebóla er bráðsmitandi sjúkdómur sem hefur gosið upp öðru hvoru í nokkrum Afríkuríkjum, nú síðast í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í nóvember höfðu 200 látist af völdum sjúkdómsins þar.