fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Þetta er snjókarl! Vísindamenn NASA fagna myndum frá ystu mörkum sólkerfisins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 07:59

Ultima Thule. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimfarið New Horizons hefur sent fyrstu góðu myndina af Ultima Thule, sem er hlutur á ystu mörkum sólkerfisins okkar, til jarðarinnar. Geimfarið flaug framhjá Ultima Thule að morgni nýársdags og í gær fóru myndir og önnur gögn að berast til jarðarinnar. Ultima Thule er lítill ísi þakinn hlutur í Kuiperbeltinu svokallaða.

Aldrei fyrr hefur geimfar rannsakað hlut svo fjarri plánetunni okkar. Bandaríska geimferðastofnunin NASA kynnti fyrstu myndirnar í gær og sögðust vísindamenn þar á bæ fagna því að Ultima Thule líkist snjókarli frekar en keilu eða jarðhnetu en miðað við fyrstu óskýru myndirnar frá geimfarinu mátti álykta sem svo um útlit Ultima Thule.

Ultima Thule er með líkama og höfuð í formi tveggja hluta sem hafa eitt sinn snúist um hvorn annan en á endanum hafa þeir verið komnir svo nærri hvor öðrum að þeir rákust saman og urðu að einum hlut. En Ultima Thule sker sig þó frá hefðbundnum snjókörlum að því leiti að hluturinn er rauður að lit. Ultima Thule er um 33 km að lengd og 14 km að breidd.

New Horizons flaug framhjá Ultima Thule í um 3.500 km fjarlægð en það er ekki löng vegalengd þegar geimferðir eru annars vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Í gær

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni