fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Opinber starfsmaður fékk laun í 14 ár án þess að mæta einn einasta dag til vinnu – Símtæki kom upp um hann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 07:05

Tæpar fimm mínútur að fullhlaða síma, það er ekki slæmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gætir þú hugsað þér að fá laun greidd inn á bankareikning þinn í hverjum mánuði í 14 ár án þess að þurfa svo mikið sem lyfta litla fingri. Þetta hljómar kannski eins og draumur í eyrum sumra en virðist þó vera fjarstæðukennt. En svo er þó ekki alveg því svona gékk þetta fyrir sig hjá opinberum starfsmanni í 14 ár. Hann fékk laun greidd í hverjum mánuði án þess að hafa nokkru sinni mætt til vinnu og hvað þá að hann hefði skilað nokkurri vinnu frá sér. Það var fyrir algjöra tilviljun að það komst upp um manninn en það var símtæki sem varð honum að falli.

Þetta gerðist í sænska sveitarfélaginu Falu í Dalarna. Það varð manninum að falli að ákveðið var að láta starfsmenn sveitarfélagsins fá nýja farsíma vegna starfa þeirra. Einn síminn var aldrei sóttur og þegar reynt var að hafa uppi í starfsmanninum, sem átti að fá hann, kannaðist enginn við nafn hans. Þá var farið að rannsaka málið betur og upp komst um svikin.

Þegar saga „starfsmannsins“ var skoðuð kom í ljós að hann hafði ekki verið frá vinnu einn einasta dag í þessi 14 ár vegna veikinda. Það er auðvitað pínu spaugilegt í ljósi þess að hann hafði ekki mætt til vinnu einn einasta dag. Svikin voru aðeins framkvæmanleg með hjálp og fljótlega lá ljóst fyrir að annað foreldri mannsins starfaði sem yfirmaður hjá sveitarfélaginu og hafði aðstoðað soninn við að fá „vinnu“ hjá sveitarfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi